Fólk með persónulega reynslu af geðrænum áskorunum (jafningjar) ætti að starfa innan allra þeirra úrræða sem bjóða upp á meðferð eða félagslega aðstoð fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Reynslan hefur sýnt að jafningjar eru lykilstarfsmenn og traust skapast á milli notenda og þeirra. Það er mikilvægt að viðurkenna menntun jafningja, sem nú þegar er byrjað að kenna hér á landi, og meta störf þeirra til launa út frá henni.