Geðheilbrigði

Í októbermánuði standa Landssamtökin Geðhjálp fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Á þann hátt gefst fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum.

Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun hér á síðunni og koma á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi

Spurningar
ÁframÁfram