Skilmálar
Með því að senda inn þessa könnun veitir þú Geðhjálp leyfi til hafa samband við þig, meðal annars til að miðla upplýsingum um starf félagsins og kynna leiðir til að taka þátt í starfi félagsins. Þú getur hvenær sem er óskað eftir því að hætta að fá slíkar upplýsingar eða að upplýsingum um þig sé eytt.
Geðheilbrigði
Í októbermánuði standa Landssamtökin Geðhjálp fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Á þann hátt gefst fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum.
Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun hér á síðunni og koma á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi